Töfrar Himins

Töfrar himins er fræðslusíða um ýmiskonar náttúruleg fyrirbæri sem sjást á himninum fyrir ofan okkur á Íslandi. Á síðunni er að finna ýmislegt fræðsluefni, vísindalegar skýringar á þessum fyrirbærum, sýnishorn af þeim bæði í formi ljósmynda og timelapse kvikmynda og þá yfirleitt með þekkt kennileiti úr landslagi og náttúru Íslands í forgrunn.

Töfrar himins er heimasíðu sem er hugsuð fyrir áhugafólk um norðurljós, stjörnur / vetrarbraut og önnur náttúruleg fyrirbæri sem sjást á himninum. Höfðað er sérstaklega til nemenda á grunnskólaaldri til að þeir geti nýtt sér síðuna til fróðleiks og lærdóms. Endilega skoðið síðuna, nýtið efni hennar, vinnið verkefni og sendið okkur inn efni, afurðir úr verkefnum og komið með tillögur um hvað vantar og/eða betur má fara.