Vetrarbraut og norðurljós í Borgarfirði

Töfrar himins

Heimasíðan Töfrar himins er komin í loftið. Um er að ræða fræðslusíðu um hin ýmsu töfrandi fyrirbæri sem finnast á himninum fyrir ofan Ísland. Á síðunni er að finna fræðilega skýringu á þessum fyrirbærum, fjöldi ljósmynda og kvikmyndabrota þar sem landslag og náttúra landsins er í forgrunni auk hugmynda að verkefnum sem nemendur í leik-, grunn- og framhaldsskóla gætu unnið. Síðan er hugsuð sem vettangur til að fræðast um þessi fyrirbæri, vinna verkefni og senda þau inn þannig að síðan fái að vaxa og dafna í framtíðinni. Njótið síðunnar og endilega leggið ykkar af mörkum til að hún verði enn betri. kv. Jón Hilmarsson.