Vetrarbrautin í Borgarfirði

Það getur verið vandasamt verkefni að mynda vetrarbrautina, það þarf að vera heiðskýrt, stjörnubjart, veik eða lítil norðurljós, ekkert tungl og lítil sem engin ljósmengun. Á haustin er ákjósanlegur tími til að mynda vetrarbrautina, þá er hún mjög skýr og sjáanleg með berum augum. Borgarfjörðurinn hefur hentað mjög vel til vetrarbrautarmyndatöku eins og sjá má af myndunum hér fyrir neðan en þær eru allar teknar þar.

Vetrarbraut, norðurljós og loftsteinn við Hvítárbrúnna

Vetrarbraut, norðurljós og loftsteinn við Hvítárbrúnna

Þessi mynd hefur að geyma eina fallegustu brú landsins, gömlu Hvítárbrúnna. Á myndinni sést vetrarbrautin mjög vel og að auki þá datt inn á myndina loftsteinn sem sést hægri megin á neðri hluta myndarinnar.

Vetrarbraut og norðurljós í Borgarfirði

Vetrarbraut og norðurljós í Borgarfirði

Einmana tré við veginn á leiðinni frá Hraunfossum, frábært að ná vetrarbrautinni annars vegar og norðurljósum hins vegar.


Þessi var tekin milli trjáa við Hraunfossa.