Töfrar himins

Töfrar himins er fræðslu- og menningarsíða um ýmis fyrirbæri sem sjást á himinum yfir Íslandi og þá helst á vetrarkvöldum.

Ýmsum fróðleik er blandað saman við myndefni sem hefur verið tekið á undanförnum árum víðs vegar um landið. Myndefnið er þá bæði ljósmyndir og svokallaðar time lapse myndir þar sem að úr ljósmyndunum hafa verið búin til myndskeið, líkt og kvikmynd.

Heimasíðan á að geta gagnast öllum sem hafa áhuga á þessum töfrum himinsins og þá sérstaklega grunnskólanemendum sem eiga að geta nýtt sér efnið til að fræðast um viðfangefnið og unnið ýmis verkefni sem eru í boði á síðunni. Öllum er síðan frjálst að senda inn athugasemdir, unnin verkefni o.fl. til að bæta efni síðunnar og til að auka á fjölbreytileika hennar.

Verkefnið fékk styrk úr þróunarsjóði námsgagna.

Njótið síðunnar, kveðja Jón Hilmarsson
jonhilmarsson.photography@gmail.com