Norðurljósakóróna

Norðurljósakóróna er sérstakt afbrigði norðurljósa. Þegar geislótt norðurljós eru fyrir ofan athuganda, virðast geislarnir allir stefna frá einum punkti og mynda hvirfingu eða kórónu um punktinn.

Kórónupunkturinn er nálægt þeim stað sem segulhallanál stefnir á; á Íslandi er hann sem stendur um 14 ° til SSV frá hápunkti himins.

Norðurljósakóróna yfir Akrafjalli. Myndin var tekin í lok febrúar 2014 með 16-35mm linsu og nær næstum því 180° lóðréttri mynd. Form norðurljósanna minnir á engil að breiða út faðminn.

Norðurljósakóróna á Reykjanesi, Valahnjúkur í forgrunn. Kórónan getur orðið mjög litfögur, hérna sjáum við auk græna litsins, hvítan og fjólubláan lit.

Heimildir:
https://en.wikipedia.org/wiki/Aurora
https://pwg.gsfc.nasa.gov/polar/EPO/auroral_poster/aurora_all.pdf