Regnbogar

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð.

Regnboga sjáum við þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast þegar við erum sjálf á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki getum við gengið að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa þegar sólin skín á mistrið sem kemur frá fossinum. Þegar við horfum á regnbogann höfum við sólina í bakið.

Tegundir regnboga

Til eru ýmsar tegundir regnboga, s.s. Bifröst, sem í norrænni goðafræði er brú ása af jörðu til himins, er einnig annað nafn á regnboga. Haggall er regnbogastúfur á hafi hrímbogi er regnbogi í éljagangi og lágum lofthita. Jarðbogi er regnbogi sem nær báðum endum til jarðar. Njólubaugur er regnbogi sem sést að nóttu til. Regnband er bútur af regnboga. Úðabogi er regnbogi í þoku eða yfir fossi. Þokubogi (oft nefndur hvítur regnbogi) er hvítur regnbogi sem myndast af litlu endurkasti í örsmáum úðadropum, þannig að litirnir blandast aftur. Regnbogi sést þegar staðbundið skúraveður og sólskin fara saman og þá oftast á uppstyttusvæði. Ef skúraveðrið skilar sér ekki er hægt að ganga að regnboganum vísum í fossúða í sólskini. Þegar horft er á regnbogann er sólin í bakið.

Ljósgeisli sem fer úr einu efni í annað breytir almennt um stefnu, brotnar. Stefnubreytingin stjórnast af efniseiginleika sem er kallaður ljósbrotsstuðull. Hann er breytilegur með öldulengd ljóssins, það er að segja lit. Þetta gefur regnboganum litaskiptinguna.
Sólargeislar sem mynda regnbogann hafa brotnað við að fara inn í regndropa, síðan speglast einu sinni á bakhliðinni og brotnað svo aftur við að fara út úr dropanum. Upphaflegu geislarnir koma allir frá sól og stefna á þann punkt sem er andstæður sólinni á himinkúlunni, séð frá okkur (raunar yfirleitt í stefnu niður í jörðina).

Regnbogi fyrir ofan veginn inn í Hofsós, mynd tekin í júlí 2012.

Tvöfaldur regnbogi

Í venjulegum regnboga er litaröðin talin ofan frá; rauður, gulur, grænn og blár. Stundum má sjá tvöfaldan regnboga þar sem litaröðin í efri boganum er öfug. Efri boginn myndast við tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna. Regnbogar með þremur og fjórum speglunum eru til og mynda stóra hringboga um sólina. Þvermál þeirra spannar nærri 90 gráður. Óvíst þykir að þeir hafi sést í náttúrunni þar sem þeir eru daufari en venjulegir regnbogar og ógreinilegri vegna sólarbirtunnar.

Tvöfaldur regnbogi í Skagafirði

Til þess að sjá regnbogann sem heilan hringferil þurfum við að standa á hárri klettasnös, mjóum fjallstindi eða vera í flugvél.

Í venjulegum regnboga er litaröðin talin ofan frá; rauður, gulur, grænn og blár. Stundum má sjá tvöfaldan regnboga þar sem litaröðin í efri boganum er öfug. Efri boginn myndast við tvöfalda speglun á bakhlið vatnsdropanna, eins og sýnt er á mynd 4. Regnbogar með þremur og fjórum speglunum eru til og mynda stóra hringboga um sólina. Þvermál þeirra spannar nærri 90 gráður. Óvíst þykir að þeir hafi sést í náttúrunni þar sem þeir eru daufari en venjulegir regnbogar og ógreinilegri vegna sólarbirtunnar. Í rannsóknarstofu hafa regnbogar með allt að 13 speglunum verið framkallaðir. Minni litahringir (enska halo) sem stundum sjást í kringum sólina eru myndaðir af ískristöllum í háloftunum.

Ljós regnbogans er skautað svo það getur verið forvitnilegt að horfa á bogann í gegnum skautunarsíu og snúa henni um geislastefnuna. Polaroid-sólgleraugu eru skautunarsíur.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org
-visindavefurinn.is

Panoramamynd af regnboga í Skagafirði, Grafará og bærinn Hof í forgrunn.

Ljóð og sögur

Regnboginn – Katrín Ruth

Regnbogi glitrar um himinn
Þvílíkt undur sem það nú er
Líkt vinátta sem maður öðlast og varðveitir
Um alla eilífð í hjarta sér

Á enda hvers regnboga er gullið góða
maður finnur það ef vel er að gáð
maður getur fundið slíka gersemi í vináttu
sérstaklega ef vel í byrjun er sáð

Þó er sú staðreynd að regnbogar dofna
og eftir verður minningin ein
um þá liti, það undur og þá fegurð..
… sem virtist vera svo hrein

vinátta getur því sannarlega dofnað
sérstaklega ef vinur í burtu fer
minningar verða því einungis eftir
fyrir þann sem eftir er

Um hlátrasköllin góðu
þau skemmtilegu spjallkvöld
tryggðin, trúin og traustið
og hvað gleðin tók oft öll völd

Þó gerist oft það undur
að regnbogi birtist á ný
og vinir aftur hittast
líkt og ekkert hafi farið fyrir bí

Því ef vonleysið mann ei gleypir
heldur ætíð í þá trú
að regnbogi muni aftur birtast
og sá regnbogi gæti verið þú

það skiptir því ekki svo miklu
hvar á jarðarkringlunni maður er
því ætíð mun maður sjá aftur
regnbogann birtast sér

alltaf mun ég því halda
mínum kæra vin nær
allaveganna í mínu hjarta
öruggan stað þar hann fær

Katrín Ruth
1979 –

 

Heimildir:
https://is.wikipedia.org/wiki/Regnbogi
http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1982
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1572
http://www.ljod.is/index.php/ljod/view_poem/20306