Vetrarbrautin

Vetrarbrautin okkar er ríflega 200 – 400 milljarða stjarna sem ferðast í hring umhverfis miðju vetrarbrautarinnar. Ein af þessum 200-400.000.000.000 stjarna er sólin okkar sem ber með sérjörðina og allt annað sem tilheyrir sólkerfinu. Stjörnurnar sem mynda vetrarbrautina raða sér í skífu þar sem hver og ein ferðast hringinn í kring um miðjuna. Efnismassi Vetrarbrautarinnar er talinn vera um það bil 600 milljarðar sólmassa.
Hvað gefur til kynna að vetrarbrautin okkar er skífulaga?
• Vetrarbrautarslæðan: Þegar við lítum til himins á stjörnubjörtu kvöldi sjáum við sjálfa skífuna. Hún myndar föla slæðu sem teygir sig yfir himininn. Þegar við horfum á slæðuna erum við að horfa á skífuna á rönd þ.a. frá okkur séð lítur skífan út eins og þykkur borði sem hringar sig 360° umhverfis himinhvelfinguna.
• Þyrilvetrarbrautir: Með sjónaukum sjáum við aðrar fjarlægar vetrarbrautir sem eru einnig skífulaga. Okkar vetrarbraut virðist falla vel í þennan hóp.

Time lapse kvikmynd sem sýnir gang vetrarbrautarinnar á mismunandi tímum ársins og kvöldsins. Time lapse kvikmynd eru margar ljósmyndir teknar á tíma í langan tíma og síðan settar saman á tímalínu í myndbandsforriti. Að jafnaði er hver mynd af vetrarbraut tekin í 30 sek á iso 6400. Því má gera ráð fyrir að 20-25 sek myndbrot í kvikmyndinni hafi tekið 3-4 klst í myndatöku.

Þessi einstaka ljósmynd sýnir vetrarbrautina í fallegu umhverfi gömlu Hvítárbrúarinnar í Borgarfirði. Auk vetrarbrautinnar gefur að líta dauf norðurljós og loftstein sem þaut framhjá í miðri myndatöku.
Canon 5DM3 – 16-35mm II – f/2.8 – 30 sek – iso 12.800.

Vetrarbrautin í fallegri umgjörð trjáa við Hraunfossa í Borgarfirði.
Mynd tekin í seinni hluta september en það er einmitt kjörtími fyrir vetrarbrautarmyndatöku.

Hvar erum við stödd í vetrarbrautinni?

Áralangar mælingar gefa til kynna að Sólin sé stödd u.þ.b. hálfa leiðina frá miðjunni að útjaðri skífunnar. Það gerir um 25.000 ljósár frá miðjunni en þvermál hennar er um 100.000 ljósá. Þessar fjarlægðir eru svo ógurlegar að þrátt fyrir að sólin ferðist svakalegum hraða umhverfis miðjuna þá tekur þessi hringferð um það bil 220 milljón ár.
Allar stjörnur sem við sjáum á næturhimninum tilheyra okkar vetrarbraut. En ef allar stjörnurnar í Vetrarbrautinni liggja í skífunni, hvers vegna sjást stjörnur á næturhimninum til allra átta en ekki bara í Vetrarbrautarslæðunni? Ástæðan er þykkt Vetrarbrautarskífunnar sjálfrar. Stjörnurnar dreifast víða fyrir ofan og neðan miðskífuna sem gerir það að verkum að við sjáum heilan helling stjarna hvert sem litið er á himinhvelfingunni.

Borgarfjörðurinn hefur reynst vel í vetrarbrautamyndatöku og þá sérstaklega að hausti. Hérna hefur tekist nokkuð vel til, vetrarbrautin er skýr og daufu norðurljósin sem koma út frá trénu gefa myndinni aukið vægi.

Svarthol

Gasið í skífunni takmarkar skyggni og við sjáum aðeins lítinn hluta af heildarfjölda stjarna í skífunni. Ef gas væri ekki til staðar hefðu menn fundið mun fleiri stjörnur í þá átt sem nú telst miðja Vetrarbrautarinnar. Miðjuna er ekki hægt að sjá með venjulegum sjónauka útaf gasinu í skífunni sem hylur hana líkt og gluggatjöld. Stjörnufræðingar nota tæki sem sjá í gamma-, Röntgengeislum, innrauðu ljósi og útvarpsbylgjum. Stjörnufræðingar hafa komist að því að risasvarthol sé í miðju nánast allra vetrarbrauta í alheiminum. Þetta hefur mikið að segja um myndunarsögu vetrarbrauta sem enn er að mjög óljós.

Gamla brúin yfir Laxá í Hvalfirði getur bæði verið skemmtilegt myndefni og erfitt sökum umferðar og ljósmengunar frá hótelinu.

Það gefur myndinni stundum skemmtilegt vægi að hafa manneskju á myndinni – þó er það kannski ekki skynsamlegt að taka mynd af miðjum þjóðvegi.

Hjúpurinn

Hjúpur Vetrarbrautarinnar telst kúlulaga svæðið allt í kringum sjálfa skífuna. Þar er helst að finna kúluþyrpingar sem innihalda elstu stjörnur í heiminum. Kúluþyrpingarnar raða sér í kringum skífuna en eru og verða fleiri nærri miðbungunni. Gas er hvorki að finna í hjúpnum né kúluþyrpingunum. Það þýðir að engin stjörnumyndun fari þar fram.
Þrátt fyrir að oft sé fullyrt að hjúpurinn sé lítið annað er tómarúm þá má vera að ýmislegt óvænt kunni að leynast þar sem við höfum ekki enn komist að. Það þarf ljós til að sjá stjarnfræðileg fyrirbæri. Sum stjarnfræðileg fyrirbæri gefa ekki frá sér ljós. Ótvíræð sönnunargögn eru fyrir því að hið svokallaða hulduefni sé allt í kringum Vetrarbrautina. Hulduefni er efni sem hvorki víxlverkar við né gefur frá sér ljós en mælist vegna þyngdaráhrifa þess á allt efni. Vetrarbrautaþyrpingar virðast haldast saman fyrir tilverkan þessa hulduefnis. Helstu sönnunargögn fyrir tilvist þess í Vetrarbrautinni er snúningur hennar. Þetta hulduefni er eitt mikilvægasti viðfangsefni nútíma stjarnvísinda.

Flugvélin á Sólheimasandi er áhugavert myndefni og hérna var gerð tilraun með 180° panoramamyndatöku af vetrarbrautinni. Líklega er þetta um 15 myndir settar saman, þess má geta að þegar myndin var tekin lá vetrarbrautin beint yfir ljósmyndaranum.

Heimildir:
https://is.wikipedia.org/wiki/Vetrarbrautin
https://is.wikipedia.org/wiki/Stj%C3%B6rnu%C3%BEoka
http://www.geimurinn.is/alheimurinn/vetrarbrautir/
https://en.wikipedia.org/wiki/Milky_Way
http://www.space.com/19915-milky-way-galaxy.html