Hugmyndir að verkefnum um töfra himins

Á heimasíðunni “Töfrar himins” er að finna ýmsan fróðleik um hin ýmsu fyrirbæri sem hægt er að sjá á himninum yfir Íslandi. Hérna á þessari síðu eru settar fram nokkrar hugmyndir að verkefnum sem hægt er að vinna með tengt þessu viðfangsefni. Annars er fólki frjálst að láta hugmyndaflugið fara á flug, koma með frumlegar hugmyndir og endilega senda inn verkefni, myndir af vinnu og segja frá hvað þið gerðuð.

– semja sögur og ljóð þar sem að norðurljósin koma fyrir
– nýta myndböndin, horfa á þau og semja tónlist
– teikna myndir af ýmsum fyrirbærum himinsins – regnboga, norðurljós, stjörnur o.fl.
– litir norðurljósanna eru áhugaverðir, það er hægt að teikna þá
– semja dans um norðurljósin, hvernig hreyfa þau sig?
– hanna fatnað sem tengjast töfrum himins – norðurljósakjól, stjörnu- eða regnbogabol o.fl.
– búa til plakat – staðreyndir um þessi fyrirbæri, t.d. stjörnurnar
– fara út og taka myndir, senda inn
– eiga samstarf við aðra skóla, t.d. í útlöndum – segja þeim frá norðurljósunum
– semja leikrit / söngleik / ævintýri, byggja á hjátrú um norðurljósin
– gera verkefni um mismunandi hjátrú þjóða, menningarheima – afhverju trúði fólk þessu og/eða óttaðist ljósin?
– gera kynningu í power point, imovie og/eða í spjaldtölvu með einhverju appi
– taka viðtöl við ferðamenn, spyrja út í norðurljósin og upplifun þeirra af þeim
– gera ritgerð um töfra himins / kynningu / myndband o.fl
– matreiðsla, er hægt að búa til norðurljósaköku? eða stjörnutertu?
– stærðfræði, ýmsar mælingar, stærðir o.fl
– finna stjörnur og/eða stjörnumerki á myndunum hérna á síðunni og láta umsjónarmann síðunnar vita
– þemavinna /-vika, þvert á allar námsgreinar
– stop motion myndband
– það eru til fjölmörg myndbönd á ensku um norðurljósin. Er hægt að búa til myndband á íslensku sem útskýrir tilveru þeirra o.fl.?

Tónlist um norðurljós